Þessi síðar er ætluð sem leiðarvísir til að aðstoða umsækjendur við að skila inn fullnægjandi umsókn um stofnun vörslureiknings í skráningarkerfi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins með losunarheimildir. Reikningar sem stofnaðir eru hjá Umhverfisstofnun eru í umsjón stofnunarinnar.
Nauðsynlegt er að tilnefna a.m.k. tvo viðurkennda fulltrúa fyrir reikninginn sinn. Viðurkenndir fulltrúar verða aðalnotendur skráningarkerfisins fyrir hönd þess aðila (fyrirtækis, eða einstaklings) sem tilnefnir þá. Að auki getur umsækjandi tilnefnt fleiri viðurkennda fulltrúa þegar reikningur hefur verið stofnaður og aðgangur að reikningnum hefur verið veittur.
Ef reikningurinn er stofnaður í þeim tilgangi að hægt sé að færa losunarheimildir af honum þá þarf umsækjandi að tilnefna a.m.k einn viðurkenndan viðbótarfulltrúa, en samþykki þess aðila er ávallt krafist til að hefja vissar milifærslur af reikningi.
Ef upp koma einhver vandamál vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð skráningarkerfisins: ets-registry@ust.is.
Umsækjendur þurfa að afhenda Umhverfisstofnun skjöl til staðfestingar á skráningu stofnunar, fyrirtækis, eða auðkenni einstaklinga sem umsækjanda. Einnig þarf að afhenda skjöl til staðfestingar á auðkenni einstaklinga sem tilnefndir eru sem viðurkenndir fulltrúar.
Þegar umsækjandi hefur lokið rafrænni skráningu og hefur skráð sig sem notanda á vefsíðu skráningarkerfisins fer umsóknin í ferli hjá Umhverfisstofnun sem veitir umsókninni lokasamþykki og aðgang að reikningnum. Lokasamþykki og aðgangur að reikningi verður aðeins veitt þegar fullnægjandi umsókn með fylgiskjölum fyrirtækis og allra viðurkenndra fulltrúa hefur borist Umhverfisstofnun og greitt hefur verið fyrir stofnun- og árgjald reiknings. Röng eða ófullnægjandi skjöl um skráningu fyrirtækis eða auðkenni viðurkennda fulltrúa koma til með að tefja umsóknina.
Allir viðurkenndir fulltrúar og viðurkenndir viðbótar fulltrúar verða að afhenda:
Nauðsynlegt er að öll skjöl sem skilað er til Umhverfisstofnunar uppfylli eftirfarandi kröfur varðandi uppruna og læsisleika: Afrit af skjölum sem skilað er skulu vera staðfest af sýslumanni.
Til þess að umsóknarferlið gangi sem best fyrir sig er mikilvægt að allar upplýsingar og skjöl hafi borist Umhverfisstofnun fyrir 15. janúar. Með því móti gefst nægjanlegur tími til að framkvæma eftirlit með uppruna upplýsinga og skjala og klára umsóknarferlið. Umhverfisstofnun mælir með því að umsækjendur hefji söfnun upplýsinga sem fyrst svo hægt verði að mæta og takast á við vandamál tímanlega. Öll skjöl og upplýsingar skulu send sem pappírseintak til Umhverfisstofnunar á heimilisfangið hér að neðan. Til að flýta fyrir umsóknarferlinu er leyfilegt að senda auka rafrænt afrit af öllum skjölum á netfangið ets-registry@ust.is.
Umhverfisstofnun
Beint til: Skráningakerfi ETS
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Nánari upplýsingar um skráningakerfið í síma 591 2000 eða í gegnum netfangið ets-registry@ust.is.
Umhverfisstofnun innheimtir eftirfarandi gjald vegna stofnunar reikninga í skráningakerfinu
Stofnun reiknings |
72 200 ISK |
Árgjald vegna reiknings* |
67 000 ISK |
* Árgjald vegna reiknings reiknast frá þeim degi þegar reikningur er stofnaður. Eingöngu er heimilt að innheimta árgjald margfaldað með X/365 þar sem X stendur fyrir fjölda þeirra daga sem eftir eru í viðkomandi ári þegar reikningur er stofnaður.
Umhverfisstofnun mun gefa út reikning og senda umsækjendum reikninga í skráningakerfinu.