Uppgjör 2020

Uppgjör losunarheimilda fyrir árið 2020

Allir íslenskir þátttakendur í viðskiptakerfinu gerðu upp losun sína innan tímamarka fyrir losun ársins 2020 innan ETS- kerfisins, eða þrír flugrekendur og sjö rekstraraðilar í staðbundnum iðnaði. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 187.687 tonn CO2 ígilda, en í iðnaði var losunin 1.780.064 tonn af CO2 ígildum. Heildarlosun innan ETS kerfisins fyrir árið 2019 var því 1.967.751 tonn af CO2 ígildum.

Uppgerðar losunarheimildir drógust saman um 18,3%, en raunlosun íslenskra flugrekenda dróst saman um 69 % á milli áranna 2019 og 2020 sem líklega skýrist langmest af minni flugsamgöngum, auk þess sem að einn flugrekandi féll undir losunarþröskuld ársins og var því undanskilinn fyrir síðasta ár. Árið 2019 var losunin 596.124 tonn af CO2 en var á síðasta ári 187.687 tonn af CO2. Þremur flugrekendum bar að skila losunarskýrslu og voru þeir allir íslenskir. Losun frá flugi er þó háð takmörkunum að því leytinu til að hún er einungis losun innan EES svæðisins og tekur því ekki á heildarlosun flestra flugrekenda, þar sem t.d. Ameríkuflug er ekki innan gildissviðs kerfisins heldur fellur undir annað kerfi, CORSIA. Heildarlosun allra flugrekenda innan ETS kerfisins var 24,5 milljón tonn CO2 árið 2020 en var 68,14 milljón tonn árið 2019.

Losunin í iðnaði dróst lítillega saman á milli ára, eða um 1,8 %, úr 1.812.710 tonnum af CO2 árið 2019 í 1.780.064 tonn af COárið 2020. Jafnmargir íslenskir rekstraraðilar í iðnaði gerðu upp heimildir sínar fyrir árið 2020 og árið á undan, eða sjö talsins. Heildarlosun allra rekstraraðila í staðbundinni starfsemi innan ETS kerfisins var 1,331 milljarðar tonna COárið 2020 sem er samdráttur uppá 11,2% miðað við árið 2019.

Heildarlosun flugrekenda og rekstraraðila sem að falla undir Ísland minnkaði því um rúm 18%, eða úr 2.408.834 tonnum CO2 ígilda niður í 1.967.751 tonn CO2 ígilda. 

Innan ETS kerfisins í heild sinni dróst losun saman um 13,3% miðað við losun árið 2019, þar sem 11,2 % samdráttur var í losun frá staðbundnum iðnaði og 64,1% samdráttur í losun frá flugsamgöngum.

  • Hins vegar er ljóst enn meiri samdráttur er í uppgerðum losunarheimildum, þar sem að ekki allir hafa náð að gera upp heimildirnar sínar í tæka tíð þó svo að losunin hafi verið skráð. 


Framkvæmdastjórn ESB hefur birt lista yfir alla þá flugrekendur og rekstraraðila sem hafa gert upp losun sína. Má finna listann hér: https://ec.europa.eu/clima/ets/allocationComplianceMgt.do

Á myndunum hér að neðan má sjá raunlosun gróðurhúsalofttegunda (CO2) frá staðbundnum iðnaði og flugsamgöngum, og síðan uppgerðar losunarheimildir sem féllu undir viðskiptakerfið og var í umsjón Íslands.


Heildarlosun flugrekenda sem falla undir Ísland með raunlosun sem féll undir gildissvið ETS 2013-2020

Heildarlosun rekstraraðila sem falla undir Ísland með raunlosun sem féll undir gildissvið ETS 2013-2020*

 

*Rétt er að taka fram að losun Verne Holdings er um 0,002% af heildarlosun rekstraraðila.

 

Samanburður á losun í flugi og iðnaði sem féll undir gildissvið ETS 2013-2020

Fjöldi losunarheimilda frá flugstarfsemi sem gerðar voru upp í skráningarkerfi með losunarheimildir 2013-2020