Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá Genís ehf. um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra örvera (Escherichia coli, Bacillus subtilis og Lactobacillus reuteri) í aðstöðu sinni að Gránugötu 15, 580 Siglufirði.
Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Umræddar örverurnar falla í afmörkunarflokk 1 (biosafety level 1) sem inniheldur minnstu mögulega áhættu fyrir fólk og umhverfi.

Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur var tilkynnt um umsóknina en ekki er þörf á umsögn frá nefndinni. Þar sem um er að ræða nýja starfsemi verður umsóknin um leyfi tilkynnt til Vinnueftirlitsins.

Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörðun sína um útgáfu leyfis síðar.