Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá Matfugli ehf. vegna fyrirhugaðrar stækkunar alifuglabús að Hurðarbaki, í Hvalfjarðarsveit, úr eldisrými fyrir 80.000 kjúklinga, í tveimur húsum, í eldisrými fyrir 192.000 kjúklinga í sex húsum.

Skipulagsstofnunar gaf álit um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar þann 14. ágúst 2019.

Unnið er úr umsókn og að gerð starfsleyfistillögu.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.