Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.
Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um endurnýjun á starfsleyfi frá Arnarlaxi ehf. vegna landeldis á laxfiskum á Gileyri. Rekstaraðili hefur verið með 200 tonna starfsleyfi að Gileyri við Tálknafjörð.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.