Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri, mynd tekin af vef Alvotech
Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri, mynd tekin af vef Alvotech
13. desember.2021 | 09:38
Móttaka umsóknar Alvotech hf. um leyfi fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera
Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá Alvotech ehf. um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði fyrirtækisins að Klettagörðum 6, 104 Reykjavík.
Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Umræddar örverurnar falla í afmörkunarflokk 1 (biosafety level 1) sem felur í sér minnstu mögulega áhættu fyrir fólk og umhverfi.
Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur var tilkynnt um umsóknina en ekki er þörf á umsögn frá nefndinni. Þar sem um er að ræða nýja starfsemi verður umsóknin um leyfi tilkynnt til Vinnueftirlitsins.
Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörðun sína um útgáfu leyfis síðar.