Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn frá ORF Líftækni hf. um leyfi til tilraunaræktunar utanhúss á erfðabreyttu byggi (Hordeum vulgare) á landi Möðruvalla Í Hörgársveit.
Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerð nr. 728/2011 um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera.
Umhverfisstofnun mun leita umsagna um umsóknina frá ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur, sbr. reglugerð nr. 68/1998, og Náttúrufræðistofnun Íslands skv. 4. gr. reglugerðar nr. 782/2011.
Tillaga að leyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.