Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Eiliv-Sonas Aceron á Unsplash

Oft vill það vefjast fyrir fólki að finna leið til að grenna sig og vilja margir sjá árangur strax og ekki seinna en í gær. Í þeim tilfellum leitar fólk oft að skyndilausnum sem í flestum tilfellum reynast óæskilegar þegar til lengri tíma er litið. Ein slík skyndilausn er fitu- og próteinríkt mataræði sem inniheldur lítið af kolvetnum. Undanfarið hefur átt sér stað umræða um gildi og skaðsemi/skaðleysi ýmissa megrunarkúra og hefur Atkins kúrinn verið stór hluti þeirrar umræðu.

Umhverfisstofnun hefur dregið saman það helsta sem einkennir Atkins kúrinn og aðra kolvetnissnauða og fitu- og próteinríka megrunarkúra. Þessa samantekt má finna hér.