Stök frétt

Fyrir 4

Hráefni
1 stk hreindýrahjarta
Smjör
1/2 l rjómi
Villijurtir frá Pottagöldrum
Timian
Einiber
Salt og pipar

Meðlæti:
Rauðkál
Rauðrófur
Kartöflur
Snöggsoðið og lausfryst Rósakál og gulrætur
Sólberjasulta

Aðferð:
Hjartað er fitusnyrt og skorið í litla teninga sem eru snöggstektir í smjöri eða olíu, sett í pott ásamt kryddi og rjóma.

Soðið í 7-10 mínútur.

Borið fram með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, rauðrófum og gljáðu grænmeti
-----------------------------------