Stök frétt

Fræðslufundar um fæðubótarefni verður þriðjudaginn 7. febrúar kl 14.00-16.30. Hér má sjá dagskrá fundarins.

Fundurinn er hugsaður fyrir framleiðendur, innflytjendur og aðra dreifingaraðila fæðubótarefna en er öllum opinn.

Fjallað verður um helstu reglur um fæðubótarefni og hlutverk stofnana sem tengjast málaflokknum svo sem Umhverfisstofnunar, Embættis tollstjóra, Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Lyfjastofnunar. Að erindum loknum fara fram umræður.

Framleiðendur, innflytjendur og aðrir dreifingaraðilar fæðubótarefna eru hvattir til að sækja fundinn og taka virkan þátt í umræðunum.

Fundurinn er haldinn á 5. hæð, Suðurlandsbraut 24.

Dagskrá fræðslufundar um fæðubótarefni