Stök frétt

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson
Ekki er lengur tekið á móti umsóknum um hreindýraveiðileyfi! Fresturinn er runninn út. Sjá auglýsingu hér til hliðar. Umsóknir eru um 1990 talsins sem eru um 300 fleiri umsóknir en á síðasta veiðitímabili.

Dregið verður úr gildum umsóknum á hefðbundinn hátt sunnudaginn 19.feb. kl. 20:00 í húsnæði Fræðslunets Austurlands á Egilsstöðum og verður drátturinn sendur með fjarfundabúnaði í höfuðstöðvar UST á Suðurlandsbraut 24. Umsækjendum er velkomið að koma og fylgjast með, á meðan húsrúm leyfir.

Niðurstöður verða sendar til umsækjenda sem fyrst eftir dráttinn, en verða ekki gefnar upp á staðnum.