Stök frétt

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 15.00 munu þær Brynhildur Briem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Dr. Elín Soffía Ólafsdóttir prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands halda erindi um fæðubótarefni.

Fjallað verður um fæðubótarefni út frá innihaldsefnum, merkingum og opinberum ráðleggingum. Leitað verður svara við spurningunni hvort þessi efni séu okkur nauðsynleg.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrirlesturinn verður haldinn á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Heitt á könnunni