Stök frétt

Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar þriðjudaginn 28. mars 2006 kl. 15.00 - 16.00 á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Að þessu sinni verður fjallað um „Rekstur stóreldhúsa með tilliti til matvælaöryggis“.

Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, mun fjalla um matvælaöryggi í stóreldhúsum, Bergþóra Kristjánsdóttir, gæðastjóri Landspítala eldhúss, mun fjalla um matvælaöryggi í eldhúsi og matsölum LSH og Ágúst Thorstensen, heilbrigðisfulltrúi Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, mun fjalla um aðkomu heilbrigðiseftirlitsins.

Allir velkomnir.

Heitt á könnunni.