Stök frétt

Mynd: Adam Jang - Unsplash

Opinn fyrirlestur um mengun frá skipum, viðbúnað og viðbrögð til varnar umhverfi hafs og stranda.

Fyrirlesari er Kristján Geirsson fagstjóri

Siglingar líða að mörgu leyti fyrir neikvæða ímynd í huga almennings um allan heim. Rusl á ströndum, stór olíumengunaróhöpp og reykspúandi rykdallar eru oft ofarlega í hugum fólks.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu áhrif siglinga, hvað hefur verið gert til að sporna við mengun frá skipum og hvað er hægt að gera. Áherslan verður lögð á aðgerðir til að draga úr mengun frá skipum og jafnhliða að bæta ímynd þessarar hefðbundnu grundvallaratvinnu okkar Íslendinga.

Auk fyrirlestursins er sérstaklega hvatt til opinnar umræðu og skoðanaskipta. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

  • Þriðjudaginn 18. apríl
  • Umhverfisstofnun, 5. hæð
  • kl. 15-16

Allir velkomnir, heitt á könnunni.