Stök frétt

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út rit um umhverfismál sem tengjast smábátum og smábátahöfnum. Þetta rit er ætlað bátseigendum, félögum í siglingaklúbbum, sveitarfélögum, hafnaryfirvöldum og öðrum sem bera ábyrgð á bátum og bátahöfnum. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um skyldur bátseigenda og hafnaryfirvalda til að koma í veg fyrir eða draga úr mengun í höfnum og umhverfis þær.

Í ritinu eru einnig dæmi um leiðir til þess að draga úr mengun. Sumar lausnir á mengunarvandamálum kalla á breytingar og fjárfestingar í höfnum. Í öðrum tilfellum er nægilegt að skapa vilja til þess að breyta verklagi.

Eins og fram kemur í bæklingnum hefur minnkun mengunar oft í för með sér breytingar á höfnum og þeim fjárfestingum sem þar hafa verið gerðar. Aðrar lausnir eru einvörðungu háðar vilja til að gera hlutina öðruvísi en áður.

Það er vinnuhópur Norrænu ráðherranefndarinnar um framleiðslu og sorp (PA-hópurinn), sem unnið hefur bæklinginn í samstarfi við undirhóp (BAT - Best Available Techniques). Bæklingurinn er gefinn út á 7 tungumálum, þar á meðal ensku og þýsku, þar sem fjöldi erlendra smábáta heimsækir norrænar hafnir árlega. Smábátar á Norðurlöndunum eru rúmlega 1,5 milljónir. Róðrabátar og aðrir mjög litlir bátar eru ekki taldir með.

Sækið bæklinginn.