Stök frétt

Umhverfissstofnun er tengiliður Íslands við RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og fær stofnunin tilkynningar daglega um varasöm matvæli og fóður sem fundist hafa á markaði. Tilkynningar eru flokkaðar og ýmist afgreiddar af Umhverfisstofnun eða áframsendar til Fiskistofu, Landbúnaðarstofnunar og Lyfjastofnunar, eins og við á.

Það voru sendar tæplega 7000 tilkynningar á síðasta ári. Af þeim voru 45% tilkynninga um vörur sem þegar voru komnar á markað. Í 46% tilfella voru vörur stöðvaðar við landamæraeftirlit. Á síðasta ári tengdust 10 ný lönd kerfinu og það leiddi til fjölgunar á tilkynningum.

Árskýrslan á pdf