Stök frétt

Göngugarpurinn Jón Eggert Guðmundsson kom í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í gær, 1. ágúst.
Þjóðgarðsvörður tók á móti honum við þjóðgarðsmörkin og gekk spotta með honum og ætla landverðir að ganga áfram í dag. Jón Eggert gengur strandvegi landsins til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Hann hefur nú náð því að ganga yfir 2000 km með ströndum landsins. Í vor lagði hann af stað frá Egilsstöðum en í fyrra gekk hann frá Reykjavík og austur. Jón Eggert mun ljúka göngunni á menningarnótt í Reykjavík.

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á sérstakan söfnunarreikning 301-26-102005, kt. 700169-2789 eða hringja í söfnunarsímann 907 5050 og verða þá eitt þúsund krónur innheimtar með næsta símareikningi.