Stök frétt

Dagskrá námskeiða fyrir þá sem sækja í fyrsta skipti um skotvopnaleyfi og veiðikort hefur verið birt hér á vefnum. Haldin verða námskeið aðra hverja viku í Reykjavík út nóvember. Einnig verða haldin námskeið víða um land fram eftir hausti.

Á síðasta ári sóttu um 700 manns veiðikortanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar og um 600 manns sóttu skotvopnaleyfisnámskeið. Þessi fjöldi hefur verið með svipuðu sniði undanfarin ár þó frekar megi greina aukningu heldur en hitt í fjölda umsækjenda.

Skráning á bæði námskeiðin fer fram hjá Umhverfisstofnun. Hyggist menn sækja skotvopnaleyfisnámskeiðið er umsóknin um námskeiðið hinsvegar háð samþykki lögreglunnar og við skráningu þarf að tilgreina tvo meðmælendur.

Nánari upplýsingar um framkvæmd og dagskrá námskeiðana er að finna hér.