Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitafélaga var framkvæmt í maí - júlí og voru skoðaðir sjálfsafgreiðslubari í smásöluverslunum. Niðurstöður voru þær að á all mörgum stöðum voru þrif ófullnægjandi þrátt fyrir að flestar smásöluverslanir voru með hreinlætisáætlanir. Hitastig og hreinlæti eru undirstöðuatriði til að tryggja að matvæli séu örugg til neyslu. Það er á ábyrgð fyrirtækjanna að tryggja þessi atriði með virku innra eftirliti.

Sjálfsafgreiðsla í smásöluverslunum 2006, Könnun á hreinlæti í og við sjálfsafgreiðslustaði/-standa sem og búnaði.