Stök frétt

Þann 28. júní sl. tók gildi ný reglugerð nr. 526/2006 um íblöndun bætiefna í matvæli. Samkvæmt þessari reglugerð þurfa matvælaframleiðendur og -innflytjendur að sækja um heimild til Umhverfistofnunar. Í kjölfar gildistöku reglugerðarinnar hefur Umhverfisstofnun tekið upp nýja aðferð við mat á umsóknum um íblöndun bætiefna í matvæli.

Hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna leiðbeiningar fyrir umsækjendur um útfyllingu umsókna auk upplýsinga um meðferð umsókna og hina nýju aðferð stofnunarinnar við áhættumatið.