Stök frétt

Sjálfboðaliðastarf á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar hefur aukist mjög síðustu ár.

Sumarið 2006 skiluðu sjálfboðaliðar yfir 400 vinnuvikum sem er rúmlega fjórðungs aukning frá 2005. Unnið var á 12 stöðum á landinu. Helstu verkefnin voru í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og Mývatnssveit, Friðlandi að Fjallabaki og Esju.

Sú nýbreytni var þetta árið að hópur sex ungmenna dvaldi hér í hálft ár við sjálfboðaliðastörf. Hópurinn var að mestu leyti í Skaftafelli en vann auk þess á mörgum öðrum svæðum.

Dvöl hópsins var styrkt af Evrópusambandinu undir verkefninu Youth.