Stök frétt

Námskeið um notkun varnarefna við eyðingu meindýra verður haldið dagana 23. og 24. nóvember 2006. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að starfa sem meindýraeyðar.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 30.000,-.

Tilkynna skal þátttöku sem fyrst eða eigi síðar en 15. nóvember til Umhverfisstofnunar á sérstöku umsóknareyðublaði sem verða send til umsækjenda samkvæmt beiðni. Umsóknareyðublað og dagskrá námskeiðsins má einnig nálgast hér að neðan.

Upplýsingar eru veittar hjá Umhverfisstofnun í síma 591 2000.