Stök frétt

Nú eru liðin rúmlega tvö ár síðan fræðslubæklingur um mataræði á meðgöngu kom út. Bæklingurinn var unnin í samvinnu Miðstöðvar mæðraverndar, Lýðheilsustöðvar og Umhverfisstofnunar. Í bæklingnum eru mikilvægar ráðleggingar um mataræði til barnshafandi kvenna og kvenna með börn á brjósti.

Í hinni nýju útgáfu bæklingsins koma fram ýmsar nýjar og endurbættar ráðleggingar. Nefna má m.a. breytingar á ráðlögðum dagskammti (RDS) af kalki fyrir konur á meðgöngu og með barn á brjósti sem hefur lækkað úr 1200 mg á dag niður á 1000 mg af kalki á dag. Fleiri atriði eins og mataræði á meðan brjóstagjöf stendur og ráðleggingar um hreyfingu hafa einnig verið endurskoðaðar.

Nálgast má bæklinginn á tölvutæku formi á heimasíðum allra þriggja stofnananna en Miðstöð mæðraverndar sér um dreifingu bæklingsins.