Stök frétt

Evrópuþingið samþykkti í gær texta nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um efni og efnavörur (REACH) með miklum meirihluta atkvæða. Áður höfðu nefndir á vegum þingsins komist að samkomulagi við ráðherraráðið um breytingar á einstökum atriðum sem deilur hafa staðið um þau þrjú ár sem löggjöfin hefur verið í undirbúningi.

Með samþykktinni hefur stærstu hindruninni verið rutt úr vegi í átt að endanlegu samkomulagi um innihald REACH og nú er aðeins beðið eftir samþykki ráðherraráðsins. Ef fram fer sem horfir mun REACH löggjöfin taka gildi 1. júní 2007.
Með samkomulaginu nú hafa helstu deiliefnin verið leyst en þau sneru að fyrirhuguðum leyfisveitingum fyrir hættulegustu efnin. Það hefur nú orðið að samkomulagi að leyfishafar geri áætlun um hvernig þeir hyggist skipta yfir í hættuminni efni.

Nánar um REACH