Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að draga úr aðgerðum þar til veður verður skaplegra og unnt er að vinna samfellt í 10 tíma á dag við undirbúning dælingar og annan eins tíma við að koma olíunni í land. Í þeim texta sem hér fer á eftir eru raktar ástæður þessar ákvörðunar.

Fréttatilkynning

Könnun á aðstæðum í og við skipiði í dag sýnir að skipið hefur staðið af sér það veður sem var í nótt og standi það af sér það óveður sem nú er í uppsiglingu eru taldar meiri líkur en minni til þess að það standi í fjörunni um hríð enda fer straumur minnkandi.

Í könnunarflugi með ströndinni norður og suður af strandstað í dag sást einungis mjó olíubrák frá skipinu og til hafs en hvergi annars staðar er olíu að sjá. Olía virðist því ekki vera að leka úr skipinu nema í mjög litlum mæli.

Ekki er hægt að koma fyrir nauðsynlegum búnaði til dælingar á olíunni í land nema veður sé skaplegt í a.m.k. 10 klukkustundir.

Forgangsröðun aðgerða miðast við að vernda mannslíf, umhverfi og eignir, í þessari röð.

Í ljósi framanritaðs telur Umhverfisstofnun rökrétt að draga úr aðgerðum þar til veður verður skaplegra og unnt er að vinna samfellt í 10 tíma á dag við undirbúning dælingar og annan eins tíma við að koma olíunni í land. Um leið og veður lagast verður farið í að undirbúa dælingu frekar en nauðsynlegt er að vinna það undir þeim kringumstæðum að unnt sé að ferðast milli skips og lands á báti.

Komi til þess að olíuleki aukist skyndilega úr skipinu er undirbúningu þegar hafinn til að bregðast við því á viðeigandi hátt.

Samantekt punkta sem kynntir voru á blaðamannafundi

Forsendur aðgerða

Forgangsröðun:

  • Mannslíf
  • Umhverfi
  • Eignir

Aðstæður

  • Mjög vont veður frá strandi
  • Slæmt sjólag
  • Stuttur birtutími
  • Mjög erfiðar aðstæður

Staðan er eftirfarandi

  • Virkur vinnutími um borð eru 3 tímar.
  • Þessi tími er of skammur til að undirbúa dælingu.
  • Hann er einnig of skammur til að koma olíu loftleiðis í land.
  • Sjólag er með þeim hætti að hætt er við að slanga úr skipi í land fari í sundur.

Aðgerðir í dag

  • Fjórir starfsmenn Olíudreifingar voru fluttir um borð af þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 11.30 í dag og voru sóttir kl. 14.00
  • Einnig flutti þyrlan viðbótarbúnað til undirbúnings dælingar olíu á milli tanka í skipinu.
  • Ástand tanka var skoðað aftur og olíumagn í þeim endurmælt til að ganga úr skugga um hversu mikið magn olíu er enn til staðar í þeim og hvort og þá hversu mikið hefur lekið úr þeim.

Niðurstöður athugana

Ástand skips:

  • Skipið virðist mjög stöðugt og hefur lítið hreyfst þrátt fyrir vonskuveður og slæmt sjólag.
  • Engar breytingar sáust á skrokk skipsins en ekki var um nákvæma úttekt að ræða.
  • Í vélarrúmi gætir sjávarfalla og smurolía úr pönnu hefur dreifst um allt rýmið.
  • Fremri lest þurr og heil. Smá sjór í aftari lest en ekki um leka að utan að ræða.

Olíugeymar:

  • Botntankar. Mæling endurskoðuð. Leiddi í ljós að sjór ásamt svartolíu í óþekktu magni.
  • Díselolíutankur undir vél virðist heill, í honum er talið að sé 14 tonn af díselolíu.
  • Síðutankar eru heilir og í þeim 60 tonn af svartolíu.

Könnunarflug í dag

  • Við skipið sást ca. 200 metra löng brák aftan úr skut og fram með skipinu.
  • Hverfandi magn og talin vera smurolía undan vélinni.
  • Annars staðar var ekki að sjá olíu og 2-3 olíublettir á sjávartjörnum sem sáust í gær, sáust ekki í dag.
  • Olíuleki úr skipinu virðist því vera lítill og brimið sér um að dreifa henni.

Framhald

Framhald stýrist ekki síst af veðurfari

Veðurspá næstu daga er sem hér segir:

Í kvöld og nótt verður vonskuveður af SV-ri með skúrum og hiti 2 til 6 stig. Eftir hádegi á morgun lægir hratt og verður úrkomuminna. Sunnan 5-10 m/s seinni partinn á morgun og hiti 4 til 7 stig Hvessir svo aftur af SA-ri um kvöldið og aðfararnótt aðfangadags. Sunnan 13-18 m/s og talsverð rigning á aðfangadagsmorgun og hiti um 8 stig, en aftur hægari síðdegis þann dag, úrkomuminna og kólnar lítið eitt. Á jóladag verður vaxandi SV-átt með súld og rigningu ( eflust leiðinlegt skyggni), SV 10-15 um miðjan dag og hiti 4 til 6 stig.

Niðurstaða

Standi skipið af sér það veður sem er spáð að morgni eru meiri líkur en minni til þess að það standi um hríð þar sem straumur fer minnkandi.

Í ljósi þessa telur Umhverfisstofnun rökrétt að draga úr aðgerðum þar til veður verður skaplegra og unnt er að vinna samfellt í 10 tíma á dag við undirbúning dælingar og annan eins tíma við að koma olíunni í land.

Um leið og veður lagast verður farið í að undirbúa dælingu frekar. Heppilegast er að vinna það undir þeim kringumstæðum að unnt sé að ferðast milli skips og lands á báti.

Vöktun

  • Skipið verður vaktað, og fylgst með hugsanlegri olíumengun á stjó og ströndum.
  • Breytist aðstæður verður framangreind ákvörðun endurskoðuð.