Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Nú er lokið við að tæma olíu úr geymum Wilson Muuga og þannig hefur að mestu verið komið í veg fyrir mögulegt mengunaróhapp á strandstað. Verkinu er þó ekki að fullu lokið því eftir er að hreinsa olíu úr lestarrými skipsins og gæta betur að öðrum stöðum þar sem olía gæti leynst svo einhverju nemi.

Í dag, 2. janúar hafa starfsmenn Olíudreifingar undirbúið næsta – og vonandi síðasta – hluta verksins og er stefnan tekin á að flytja mannskap og búnað út í skip á morgun, miðvikudag. Ef allt gengur eftir er miðað við að ljúka megi allri hreinsun á einum sólarhring. Með því lýkur beinum aðgerðum Umhverfisstofnunar á strandstað. Það er síðan á ábyrgð eigenda skipsins að fjarlægja það af strandstað.