Stök frétt

Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar auglýsir til sölu leyfi til hreindýraveiða veiðitímabilið 1. ágúst til 15. september 2007. Umsóknarfrestur er til og með 15.febrúar 2007. Í ár er heimilt er að veiða 1137 dýr, 577 kýr og 560 tarfa.Nánari upplýsingar um kvóta á hverju veiðisvæði er að finna neðar á þessari síðu og á heimasíðunni hreindyr.is.

Rafrænar umsóknir á skilavef veiðikorta og umsóknir í tölvupósti þurfa að berast fyrir kl. 24:00 og skriflegar umsóknir að hafa póststimpilinn 15.02.07.

Verð veiðileyfa er sem hér segir:

  • Tarfur sv. 1 og 2 kr.110.000
  • Tarfur sv. 6. kr. 80.000
  • Tarfur sv. 3, 4, 5, 7, 8,9 kr. 70.000
  • Kýr sv. 1 og 2 kr. 60.000
  • Kýr sv. 3,4,5,7,8,9 kr. 40.000
  • Kálfar felldir með veiddum kúm kosta kr. 18.000 á öllum veiðisvæðum.

Rafrænar umsóknir

Sérstök athygli skal vakin á því að tekið er á móti umsóknum á skilavef veiðistjórnunarsviðs um leið og veiðiskýrslu síðasta árs er skilað og sótt er um nýtt veiðikort. Allir handhafar veiðikorta fá send lykilorð fyrir skilavef fyrir 12. janúar nk. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma.

Skriflegar umsóknir.

Skriflegar umsóknir sendist til veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, pósthólf 174, 700 Egilsstöðum.

Umsækjendur sendi inn nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer og númer á veiðikorti. Einnig komi fram óskir um veiðisvæði og kyn dýrs. Hægt er að sækja um veiðileyfi með tölvupósti (netfang:hreindyr@heindyr.is eða joigutt@ust.is) Ekki er tekið á móti umsóknum í síma.

Nánari upplýsingar gefur starfsmaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar á netfanginu hreindyr@hreindyr.is eða í síma 471-2964 mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 12:00