Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Núna um helgina verða lagðar skíðagöngubrautir í Ásbyrgi. Lagðir verða tveir hringir ca. 8 km og ca. 2 km. Brautirnar hefjast við Gljúfrastofu.

Stefnt er að því að leggja þessar brautir allar helgar í vetur eða eins lengi og snjóalög leyfa.

Í byrjun febrúar mun þjóðgarðurinn í samstarfi við Skíðasamband Íslands bjóða upp á skíðagöngukennslu, allur búnaður lánaður án endurgjalds. Nánar auglýst þegar nær dregur.