Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Síðasti dagur til að sækja um leyfi til hreindýraveiða er í dag.

Um miðjan dag í gær, 14. febrúar, höfðu 2525 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða borist veiðistjórnunarsviði UST.

Umsóknarfrestur er til og með deginum í dag, 15. febrúar. Hægt að sækja um rafrænt til miðnættis í kvöld. Bréflegar umsóknir þurfa að hafa póststimpilinn 15.02.2007. Umsóknir sem berast of seint komast ekki í pottinn margfræga. (sjá nánar undir tenglinum á forsíðu UST- sækja um veiðileyfi).

Til að umsókn sé gild þurfa menn að hafa B-réttindi skráð í skotvopnaleyfið. Slík staðfesting þarf að hafa borist Veiðistjórnunarsviði UST áður en umsóknarfrestur rennur út. Ef eitthvað slíkt er óklárt er best að senda staðfestingu með faxi í númerið 4607901. Sérstaklega mikilvægt er fyrir þá sem eru að sækja um leyfi í fyrsta skipti að tryggja að þetta sé í lagi.