Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Sajad Darvishi á Unsplash

Hinn 26. september 2007 tók gildi ný reglugerð nr. 855/2007 um breytingu á reglugerð nr. 526/2006 um íblöndun bætiefna í matvæli. Með gildistöku nýrrar reglugerðar er ekki lengur um leyfisveitingu að ræða heldur tilkynningarskyldu.

Samkvæmt 1. gr. nýrrar reglugerðar um íblöndun bætiefna í matvæli skulu matvælaframleiðendur og –innflytjendur tilkynna markaðssetningu slíkra matvæla til Umhverfisstofnunar. Meðal annars skulu þeir afhenda sýnishorn af merkimiða vörunnar.

Hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna upplýsingar um nýar reglur um íblöndun bætiefna í matvæli ásamt leiðbeiningar fyrir tilkynnanda um útfyllingu eyðublaðið.