Stök frétt

Dregið verður um hreindýraveiðileyfi sunnudaginn 22.febrúar kl 17:00. Drátturinn fer fram á Þekkingarnets Austurlands, Tjarnarbraut 39a Egilsstöðum en verður einnig sendur út á netinu.

Smelltu hér til þess að fylgjast með útdrættinum.

Öllum umsækjendum verður sendur tölvupóstur eða bréf á mánudeginum um hvort þeir fengu dýr eða ekki.