Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til málstofu við upphaf átaks um eflingu Svansins á Íslandi. Umræðuefnið er hvernig auka megi eftirspurnCygnus og framboð Svansmerktrar vöru og þjónustu í samstarfi við helstu hagsmunaaðila merkisins.

Málstofan verður haldin 26. febrúar á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 12:30-16:00

Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta og áreiðanlegasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum, með mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda. Í alþjóðlegri könnun á síðasta ári var Svanurinn álitinn leiðandi meðal umhverfismerkja, en merkið gerir strangar kröfur um umhverfisáhrif, heilnæmi og gæði. Æ fleiri neytendur velja Svansmerkt og sífellt bætist í hóp þeirra fyrirtækja sem láta Svansmerkja vörur sína og þjónustu - Vertu með!

Dagskrá og upplýsingar um málstofuna.