Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpstöðvar Suðurlands bs. að Kirkjuferjuhjáleigu, Sveitarfélaginu Ölfusi.

Samkvæmt tillögunni verður Sorpstöðinni heimilt að urða allt að 30.000 tonn af almennum og óvirkum úrgangi á ári. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn, mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, til 12. júní 2009. Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júní 2009.