Stök frétt

Norræna umhverfismerkið Svanurinn var á ferðinni í mars og var m.a. kynnt á Staðardagskrárástefnu í Stykkishólmi og á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar. Áhugi á Svansmerkinu fer vaxandi hérlendis og Umhverfisstofnun borist margar fyrirspurnir um merkið að undanförnu.

Ellefta landsráðstefnan um Staðardagskrá 21 var haldin á Hótel Stykkishólmi 20.-21. mars 2009. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Ný tækifæri á nýjum tímum“. Ráðstefnan var vel sótt en alls tóku um 100 manns þátt í ráðstefnunni. Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra ávarpaði fundinum og undirstrikaði mikilvægi þess að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við uppbyggingu samfélagsins. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir á ráðstefnunni, m.a. kynnti Leo Christensen, atvinnumálafulltrúi Lolland kommune í Danmörku aðgerðir sveitarfélagsins til endurreisnar atvinnulífsins, auk þess sem Tryggvi Felixson, deildarstjóri og Loa Bogason, aðalráðgjafi, frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar ræddu um samstarf Norðurlandanna varðandi Staðardagskrá 21 og sjálfbæra þróun.

Ýmis umhverfisvottunarkerfi voru einnig kynnt, þar á meðal Svanurinn. Anne Maria Sparf, starfsmaður Svansins, lagði áherslu á Svaninn sem tækifæri fyrir sveitarfélög, enda tryggir merkið gæðavörur og þjónusta sem eru betri fyrir umhverfið og heilsuna. Því fleiri sem velja Svansmerkt, því hreinna verður umhverfið okkar sem leiðir að bættum lífsskilyrðum og er skref í átt að sjálfbærri framtíð.

Hægt er að fræðast nánar um ráðstefnuna á vefsvæði Staðardagskrá 21.

Svanurinn vakti einnig athygli á aðalfundi Samtaka Ferðaþjónustunnar þann 27. mars, en merkið var kynnt fyrir gististaðanefnd samtakana. Um 40 manns frá hótelum á landsvísu sátu fundinn. Erlendir gestir og ferðaskrifstofur gera í auknu mæli kröfur til hótela um góða frammistöðu í umhverfismálum. Svansmerkið er vel þekkt meðal Norðurlandabúa en einnig Þjóðverja o.fl. evrópskra þjóða, auk þess sem merkið er mjög traust. Svansmerking bætir ímynd gististaða auk þess sem það getur leitt til margvíslegs sparnaðar m.a. í orkunotkun og innkaupum. Augljóst er að íslensku hótelin hafa áhuga á Svansmerkingu. Merkið hefur náð frábærum árangri á hinum Norðurlöndunum meðal hótela,t.d. eru flest hótel í Scandic-keðjunni Svansmerkt. Hér á landi er einungis Farfuglaheimilið í Reykjavík með Svansvottun, en vonast er til að fleiri gististaðir bætist í hópinn seinna á árinu.