Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að viðauka við starfsleyfi fyrir sorpbrennslustöð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., Reykjanesbæ.

Samkvæmt tillögunni verður Sorpeyðingarstöðinni heimilt að brenna úrgang sem inniheldur PCB. Ekki voru gerðar breytingar á sjálfu starfsleyfi Sorpeyðingarstöðvarinnar, sem gefið var út 12. júlí 2006, og mun það gilda áfram. Tillagan, ásamt umsókn um breytingu á viðauka við starfsleyfi og núgildandi starfsleyfi, mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, til 19. júní 2009. Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júní 2009.