Stök frétt

Miðvikudaginn 6. maí var haldið 13. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar Fróða í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Framsögumenn voru þeir Stefán Arnórsson prófessor við Háskóla Íslands og Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur á Umhverfisstofnun. Fullt var út úr dyrum og líflegar umræður að erindum loknum. Í máli Þorsteins kom fram að spá um losun brennisteinssambanda fyrir árið 2010 sýndi um fjórum sinni meiri losun hér á landi heldur en var 1990. Stærstur hluti þessarar aukningar kemur frá vinnslu jarðvarma.

Glærur frá erindi Þorsteins Jóhannssonar.