Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til borgarafundar þar sem kynnt verður tillaga að starfsleyfi fyrir Becromal Iceland ehf. til reksturs aflþynnuverksmiðju í Krossanesi, Akureyri. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar kynna tillögurnar og gefst fundargestum tækifæri til að koma með athugasemdir og bera upp spurningar.

Fundurinn verður haldinn að Borgum við Norðurslóð 2.hæð þann 28. maí, kl 17:30.

Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. júní 2009.

Allir velkomnir.