Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn athugasemdum vegna umsóknar um leyfi til útiræktunar á erfðbareyttu byggi. Fresturinn átti að renna út þann 28. maí en hefur verið framlengdur til 12. júní.

Varðandi málsmeðferð leyfisveitinga um notkun og sleppingar erfðabreyttra lífvera er vísað til laga nr.18/1996 um erfðabreyttar lífverur og rgl. nr. 493/1997 um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Lögbundnir umsagnaraðilar varðandi leyfi til útiræktunar erfðabreyttra lífvera eru Náttúrufræðistofnun Íslands og Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur.

Umhverfisstofnun hefur haft til meðferðar umsókn fyrirtækisins ORF Líftækni hf. varðandi leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Umhverfisstofnun vill gefa almenningi og hagsmunaaðilum tækifæri til að kynna sér tilgreind áform um útiræktun og að neðan eru birt helstu gögn er verða lögð til grundvallar við ákvörðun um leyfisveitingu að hálfu Umhverfisstofnunar.

Haldinn var fundur í Frægarði, fundarsal Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti, þriðjudaginn 26. maí.

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að kynna sér gögn sem fylgja að neðan en vert er að geta þess að vegna viðskiptahagsmuna umsækjanda er strikað yfir trúnaðarupplýsingar í umræddum gögnum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júní n.k. og skulu þær berast skriflega til Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.