Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt opinn kynningarfund í Duus-húsi í Reykjanesbæ þann 26. maí sl. þar sem kynnt var tillaga að nýjum viðauka við starfsleyfi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. vegna sorpbrennslustöðvar félagsins í Helguvík. Guðmundur B. Ingvarsson hélt stutta kynningu þar sem fjallað var almennt um starfsleyfi og sjálfa tillöguna. Lítið varð úr umræðum að lokinni kynningu.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 19. júní nk. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Erindi
Guðmundur B. Ingvarsson