Stök frétt

Innflytjendur og framleiðendur efna sem forskráðu efni hjá Efnastofnun Evrópu ættu nú að byrja að huga að næsta skrefi í skráningu efna en það er myndun upplýsingahópa, SIEF. Efnastofnunin hefur hrundið af stað átaki til að minna fyrirtæki á þennan mikilvæga þátt í REACH því tíminn líður og tímafrestur þeirra sem fyrstir þurfa að skrá er 1. des 2010. Á upplýsingasíðu um REACH hjá Umhverfisstofnun má finna upplýsingar um SIEF og einnig hefur verið útbúið skýringarblað. Einnig hefur Efnastofnun Evrópu gefið út leiðbeiningar.