Stök frétt

REACH er Evrópureglugerð um skráningu efna og efnavara þar sem markmiðið er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári og þar munu eftirlitsaðilar í hverju Evrópulandi kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum í viðkomandi landi. Auk þess verður athugað hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist.

Eftirlit með REACH hér á landi er á ábyrgð Umhverfisstofnunar sem mun skila inn upplýsingum um eftirlitið til Efnastofnunar Evrópu. Niðurstöður þessa fyrsta samræmda eftirlitsverkefnis munu gefa vísbendingu um hvort innflytjendur og framleiðendur innan EES eru í raun að fara eftir REACH reglugerðinni.

Nánar um REACH