Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til almenns kynningarfundar um tillögu að starfsleyfi fyrir Íslenska kísilfélagið ehf. til reksturs kísilverksmiðju í Helguvík. Á síðasta ári lét fyrirtækið Tomahawk Development gera mat á umhverfisáhifum fyrir umrædda framkvæmd.

Fundurinn mun fara fram í Duushúsi, Duusgötu 2, í Reykjanesbæ kl. 17 þann 8. júlí næstkomandi. Að lokinni framsögu gefst fundargestum kostur á að koma með athugasemdir og bera upp spurningar.

Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. júlí 2009. Allir velkomnir.