Stök frétt

Það var hress hópur ungmenna úr Vinnuskóla Snæfellsbæjar sem tók til hendinni í fjörunni við Malarrif í síðustu viku. Krakkarnir komu í einn dag í vinnu fyrir þjóðgarðinn við að tína rusl úr fjörunni og nágrenni. Ruslið var flokkað til endurvinnslu.

Aðeins tókst að hreinsa hluta strandarinnar þar sem ruslið reyndist það mikið en ströndin leit ólíkt betur út eftir tiltektina. Í heild tíndi hópurinn 260 kg af rusli.

Myndin er tekin í hádegishléi þegar boðið var upp á grillaðar pylsur.