Stök frétt

Baráttan við skógarkerfilinn í Mývatnssveit hefur reynst erfið að undanförnu en hann hefur skotið sér niður í tvo hólma í Mývatni. Vinna við eyðingu hans hófst á dögunum. Mættir voru til leiks fjórir sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar og fjórir unglingar frá Kröfluvirkjun gegnum umhverfisverkefni Landsvirkjunar Margar hendur vinna létt verk auk Bergþóru Kristjánsdóttur starfsmanns Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit.

Að þessu sinni voru blómin fjarlægð af skógarkerflinum, sett í ruslapoka og fjarlægð af svæðinu og afgangurinn af plöntunni rifinn upp eða traðkaður niður. Vonast er til að með markvissum aðgerðum sem stuðla að eyðingu skógarkerfilsins takist að útrýma þeim plöntum sem þegar eru á verndarsvæði Mývatns og Laxár og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu hans.