Stök frétt

Umhverfisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands efna til opins fundar um alþjóðlegar samningaviðræður í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember. Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 10. september 2009 kl. 12:00 til 13:30.

Richard B. Howarth, prófessor við Dartmouth College í New Hampshire í Bandaríkjunum og ritstjóri Ecological Economics, og Harald Dovland, deildarstjóri í norska umhverfisráðuneytinu og varaformaður vinnuhóps Kýótó-bókunarinnar um framtíð tölulegra skuldbindinga undir bókuninni, flytja erindi. Richard B. Howarth nefnir erindi sitt Uncertainty, Ethics and the Economics of Climate Change og erindi Harald Dovlands heiti On a steep and bumpy road to Copenhagen. Status in the international climate change negotiations.