Stök frétt

Mynd: Ólafur Kristinn Tryggvason

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Íslenska kísilfélagið ehf. Nýtt starfsleyfi heimilar rekstraraðila að framleiða í ljósbogaofnum allt að 50.000 tonnum á ári af hrákísli (>98% Si / e. metallurgical grade Silicon) og allt að 20.000 tonnum af kísilryki auk reksturs fylgibúnaðar, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir eigin starfsemi.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfinu á tímabilinu 29. maí til 23. júlí 2009 og bárust tvær athugasemdir. Þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni fram að útgáfu hennar nú sneru aðallega að samræmingu á orðalagi við önnur sambærileg leyfi en ekki voru gerðar breytingar á kröfum og fyrirkomulagi eftirlits og vöktunar. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 30. september 2021.

Skjöl