Stök frétt

Ráðstefnan er ein sú stærsta sem haldin hefur verið um hlutverk skóga og skógræktar fyrir íbúa þéttbýlis. Meðal fyrirlesara eru ýmsir helstu sérfræðingar á sviði útivistarskóga, skipulagsmála og lýðheilsu. Gefst hér því einstakt tækifæri til að kynna sér þetta efni og helstu stefnur og strauma innan þess.

Ráðstefnan verður sett fimmtudaginn 17. september kl. 9:00 og er haldin á Grand Hótel. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Meginþemu

  • Skógrækt í þágu þéttbýlissamfélaga við norðanvert Atlantshaf
  • Félagsleg gæði skóga; aðgengi, samsetning og áhugaverð fyrirbæri skógarins
  • Miðlun, samvinna og skógræktarstarf á samfélagsgrundvelli
  • Tengsl heilsu við útivist í skógum
  • Hönnun og skipulag skóga til útivistar og annarrar þjónustu

Nánari upplýsingar