Stök frétt

Dagskráin byrjaði á því að börn frá leikskólanum Klömbrum sungu nokkur lög með táknum en síðan opnaði umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, málstofuna með nokkrum orðum. Erindin voru mjög athyglisverð og fjölluðu um þá áskorun sem felst í að draga úr hávaða í leik -og grunnskólum, starfsfólki og nemendum til hagsbóta.

Sérfræðingar um hljóðvist skýrðu frá sínum niðurstöðum en einnig voru reynslusögur úr leik-og grunnskólum m.a. hvernig hægt er að minnka hávaða í opnum kennslurýmum, í íþróttasölum og á matmálstímum í mötuneytum.

Táknmálstúlkar voru á staðnum og túlkuðu jafnóðum en einnig var málstofan send beint út á netinu í gegn um vefinn sjonvarp.khi.is.

Upptaka af málstofunni verður fljótlega gerð aðgengileg hér á vef Umhverfisstofnunar.