Stök frétt

Í framhaldi af könnun á merkingum efnavara og á aðstöðu til að geyma og nota þær, sem framkvæmd var veturinn 2005 til 2006 í íslenskum grunnskólum, var ákveðið að gera sambærilega könnun í íslenskum framhaldsskólum. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009.

Meðal þess sem kom fram er að mikið vantar upp á að merkingar séu á íslensku eins og reglur kveða á um. Í undantekningartilvikum eru til staðar öryggisblöð fyrir varnaðarmerktar efnavörur. Séu niðurstöður þessarar könnunar bornar saman við niðurstöður könnunar, sem framkvæmd var í grunnskólum landsins á árunum 2005 til 2006, má sjá að nú eru allir flokkar varnaðarmerktra efnavara notaðir í framhaldsskólum.

Sérstaka athygli vekur að efni sem flokkast sem sterkt eitur, eitur eða sprengifimt fyrirfinnst í rúmlega helmingi þeirra framhaldsskóla sem könnunin nær til. Mun betri aðstaða reynist vera í framhaldsskólum en grunnskólum; til að mynda eru stinkskápar til staðar í langflestum þeirra framhaldsskóla sem til skoðunar voru.

Skjöl

Varnaðarmerktar efnavörur - Könnun i framhaldsskólum á merkingum efnavara og á aðstöðu til að geyma og nota þær