Stök frétt

REACH er reglugerð um skráningu, mat og leyfisveitingu efna sem tók gildi í júní 2008 og framundan er lögbundið eftirlit með henni. Þann 12. okt s.l. stóð Umhverfisstofnun fyrir fræðslufundi fyrir heilbrigðisfulltrúa og Vinnueftirlitið um eftirlit með REACH. Það er mikilvægt að eftirlitsaðilar með efnum og efnavörum fái greinargóðar upplýsingar um REACH og geti komið að sínum skoðunum um hvernig eftirliti skuli háttað.

Markmið þessa fræðslufundar var að fá sem flesta eftirlitsaðila að borðinu, kynna REACH og vinna að áætlun um eftirlit. Góð þátttaka var á fundinum þar sem flutt voru 5 erindi og síðan unnið í hópum þar sem þátttakendum gafst tækifæri að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Glærur frá fundinum má nálgast á upplýsingasíðu Umhverfisstofnunar um REACH.